top of page
Vatnsmýri framtíðarinnar.tif

Sjáðu hvernig stefna Reykjavík - besta borgin
getur gert höfuðborgina að einni stórkostlegustu og bestu höfuðborg í heimi.

 

Græni treflinni sem liggur frá Reykjavíkurtjörn tengir nýja miðborg í Vatnsmýri við hina gömlu.

 

Þannig gæti orðið til ein fallegasta og besta höfuðborg í Evrópu þar sem saman færi þétt byggð, stórkostlegt útivistarsvæði, skilvirkar samgöngur og mannvist með miklum lífsgæðum

Besta borgin logo aukablað.jpg
FRAMBJÓÐENDUR
Stefnumörkun - Reykjavík besta borgin

Borgin losi um flugvöll og undirbúi strax byggingu þéttrar og blandaðrar miðborgar í Vatnsmýri.

Bundinn verði endir á áhrif misvægis atkvæða á á störf og stefnu borgayfirvalda.

Blindaðflugsheimild flugvallar í Vatnsmýri verði afnumin nú þegar og einungis leyft sjónflug. Rekstrarleyfi flugvallarins verði takmarkað við eitt ár í senn, mest í 3 ár alls miðað við 1. janúar 2023 (til 31 desember 2025).

Skipulagsmál verði dregin út úr skúmaskotum og reykfylltum bakherbergjum. Aðalskipulag Reykjavíkur (R-2040) verði endurskoðað nú þegar með víðtækri aðkomu borgarbúa við stefnumótun.

Samgöngusáttmála ríkis og borgar verði rift. Borgin krefji ríkið um 3,5% á ári í lóðarleigu af borgarlóðum undir flugvellinum í Vatnsmýri: 7 milljarðar kr. á ári frá og með 1. janúar 2023 til að stugga honum burt sem fyrst.

Borgi ríkið ekki leiguna og fari ekki burt með flugvöllinn hratt beiti borgin öllum tiltækum og löglegum ráðum til að hrekja hann burt.

Forsendan er að XE Reykjavík, besta borgin hefur 7 milljörðum króna meira á ári en önnur framboð til að fjármagna kosningaloforð sín. Ef ekki með lóðarleigunni strax þá með langtíma lántöku með veði í Vatnsmýrarlóðum.

 

Strax og tækifæri gefst verði Vatnsmýrarlóðir seldar hæstbjóðendum.

REYKJAVÍK, BESTA BORGIN vill:

 1. Lækka útsvar

 2. Lækka fasteignagjöld einstaklinga

 3. Lækka leikskólagjöld 

 4. Eyða biðlistum á leikskóla 2026

 5. Lækka strætógjöld

 6. Hækka frístundakort í 80 þúsund krónur

 7. Lækka skólamáltíðir um 50%

 8. Hækka „hverfispotta“ um 100%

 9. Að staðið verði við markmið borgarinnar um minnkun á CO2 útblæstri. Það næst einungis með því að fallast á tillögu Reykjavík - besta borgin á þéttri og blandaðri byggð í Vatnsmýri!

 10. Að þjónustustig aðalgatnakerfisins lækki ekki á kjörtímabilinu og farið verði í þær endurbætur sem þarf til að ná því markmiði.

Reykjavík - besta borgin er með stefnu sem fullfjármagnar allt þetta (með því að flugvöllur fari). Samkvæmt úttekt óháðra aðila sem unnu skýrslu (sjá) fyrir Reykjavíkurborg og Samgönguráðuneyti getur þjóðhagslegur ábati af því að Reykjavíkurflugvöllur fari verið rúmir 38 milljarðar á ári (Þetta er niðurstaða úr svokallaðri ParX-skýrslu frá 2007 og ætti að vera um 74 milljarðar á ári á núvirði).

 

 

 

Árangur sem stefnt er að:

 

 • REYKVÍKINGAR EIGNAST ÖFLUGA NÝJA MIÐBORG
  Reykjavík fékk Vatnsmýri úr Seltjarnarneshreppi 1. janúar 1932 fyrir vaxandi borg. Landið fór undir herflugvöll 1941 og var svo afhent Flugfélagi Akureyrar 1946. - Borgarbúar geta loks eignast öfluga NÝJA MIÐBORG, eina með öllu.
   

 • STJÓRNLAUS ÚTÞENSLA STÖÐVAST
  Reykvíkingar endurheimta Vatnsmýrina stöðvast skaðleg og stjórnlaus útþensla  byggðar (Urban Sprawl) á höfuðborgarsvæðinu (HBS). Byggðin á HBS er nú fjórfalt víðáttumeiri og tvöfalt óskilvirkari og dýrari í rekstri en ella hefði orðið án flugvallar.
   

 • PENDLUN MINNKAR
  Akstur inn og út kvölds og morgna (pendlun) vegna umframstarfa í Vesturborginni minnkar. Íbúar í NÝRRI MIÐBORG í og við Vatnsmýri taka smám saman við þessum störfum.
   

 • ÞÖRF FYRIR EINKABÍLAAKSTUR MINNKAR
  Þegar pendlun minnkar og fjöldi borgarbúa getur gengið, hjólað og tekið strætó fækkar bílum á hverja 1.000 íbúa og akstur dregst saman. Til verða tugþúsundir NÚLLBÍLA, sem menga ekkert og kosta ekkert.
   

 • MENGUN MINNKAR
  Svifryksmengun af útblæstri og sliti akbrauta dregst saman vegna minni aksturs en minnkar einnig með fjölgun rafbíla.
   

 • ÚTBLÁSTUR CO2 MINNKAR
  Kolefnisfótspor minnkar vegna færri bíla og minni aksturs en einnig vegna fjölgunar rafbíla.
   

 • LÍSFGÆÐI AUKAST
  Fleiri borgarbúar njóta betra borgarumhverfis, meiri nándar við vinnu, þjónustu, menntun, menningu og afþreyingu og þeir fá aukinn tíma til að njóta samvista, lista og sköpunar.
   

 • LÝÐHEILSA BATNAR
  Minni mengun, bættar neysluvenjur (skyndibitar og bensínstöðvar), meiri hreyfing og minni streita draga úr sjúkdómum og auka lífsgæði.
   

 • LOFTSLAGSMARKMIÐIN NÁST
  Með NÝRRI MIÐBORG í Vatnsmýri og minni akstri og losun CO2 aukast líkur á að borg og ríki efni alþjóðlegar loftslagsskuldbindigar í Parísarsáttmálanum fyrir árið 2030.
   

 • FRAMBOÐ BYGGINGARLANDS VEX
  Reykjavík endurheimtir besta mannvistar- og byggingarland á HBS undir þétta og blandaða NÝJA MIÐBORG fyrir 40–60.000 íbúa og störf.
   

 • SKORTÁHRIF HÚSNÆÐISMARKAÐAR Á HBS HVERFA
  Betri tök nást á húsnæðismarkaði og aukið gagnsæi fæst á byggingarkostnaði og framboði. Áhrif á gjaldmiðil og verðbólgu minnka eða hverfa.
   

 • ÍBÚÐAFRAMBOÐ VEX
  Stöðugleiki næst á fasteignamarkaði og möguleikar skapast á að fullnægja landþörf fyrir íbúa og störf á HBS í amk. 20 ár. Tækifæri skapast til að þróa byggingariðnaðinn og að lækka byggingarkostnað.
   

 • LEIGUVERÐ LÆKKAR
  Aukið framboð og lægri framleiðslukostnaður húsnæðis leiðir til lægra leiguverðs.
   

 • REKSTURSKOSTNAÐUR HEIMILA MINNKAR
  Mestu munar að mörg heimili geta fækkað bílum sínum um einn ef ekki tvo.
   

 • REKSTURSKOSTNAÐUR ATVINNULÍFS MINNKAR
  Þegar byggðin hættir að þenjast út og tekur að þéttast batna skilyrði atvinnurekstrar einkum vegna auðveldari samskipta, aðfanga og dreifingar vöru og þjónustu
   

 • REKSTURSKOSTNAÐUR SVEITARFÉLAGSINS MINNKAR
  Í þéttri byggð eru innviðir hagkvæmari og skilvirkari en í strjálli byggð m.a. vegna styttri gatna, stíga, veitna, þjónustuleiða o.s.fr.v. Lægri útgjöld leiða til lækkunar útsvars.
   

 • SKILYRÐI ALMANNASAMGANGNA BATNA
  Í þéttri byggð vestan Kringlumýrarbrautar skapast góð skilyrði fyrir skilvirkar og sjálfbærar almenningssamgöngur, sem verða kjarninn í góðum og ódýrari STRÆTÓ á öllu HBS.
   

 • FLEIRI GETA GENGIÐ OG HJÓLAÐ
  Í þéttri byggð eru það grundvallar lífsgæði og lýðheilsumál að geta gengið, hjólað og tekið strætó í stað þess að aka í einkabíl; tími sparast vegna styttri leiða og minni tímasóunar við að vinna fyrir og aka of mörgum óþörfum bílum.
   

 • LOFTHELGIN YFIR NESINU ENDUHEIMT
  Með endurheimt lofthelginnar yfir Nesinu vestan Elliðaáa gjörbreytast forsendur skipulags og þróunar byggðar á 22 ferkílómetra (2.200 ha) svæði. Áhrif af þéttri NÝRRI MIÐBORG munu ná frá Vatnsmýri til austurs yfir Kringlumýrarbraut og allt að Elliðaám.
   

 • BÆTT SKILYRÐI FYRIR NÝSKÖPUN
  Með því að fjarlægja flugbrautir, sem hafa heft samskipti Háskóla Ísland, Háskólans í Reykjavík, Landspítala og ýmissa hátæknifyrirtækja verður til frjósamur akur sköpunar og samlegðar í NÝRRI MIÐBORG í Vatnsmýri. Fjórða iðnbyltingin kemst á flug.
   

 • EINANGRUN ROFIN
  Seltjarnarnesbær og Vesturbær Reykjavíkur losna úr hálfgerðri einangrun áratugum saman við það að margar leiðir opnast í gatnakerfinu í NÝRRI MIÐBORG í Vatnsmýri. Kjörnir fulltrúar Reykvíkinga af landsmálalistum fjórflokksins í borgarstjórn og á Alþingi ganga kerfisbundið gegn almannahag. Það hafa þeir gert árum og áratugum saman með því að hunsa brýnustu hagsmuni kjósenda sinna, einkum varðandi herflugvöll í Vatnsmýri. Þannig brjóta þeir stöðugt og vísvitandi gegn grunngildum lýðræðisins og gegn siðareglum um störf kjörinna fulltrúa. Rökrétt er að banna landsmálaframboð í Reykjavík á meðan misvægi atkvæða viðgengst.

tafla_abati_holmsheidi.JPG

O

bottom of page